Laxá í Laxárdal

Norðausturland
Calendar

Veiðitímabil

31 maí – 26 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

10 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

44600 kr. – 50600 kr.

Tegundir

Veiðin

Þeir sem heimsækja Laxá í Laxárdal geta átt von á að veiða stærri urriða en víðast hvar annars staðar. Rúmlega 70% veiðinnar undanfarin ár hefur verið fiskur sem er lengri en 50 cm og 20% aflans í Laxárdal meira en 60 cm. Veiðimenn eru vel utan alfaraleiðar og því út af fyrir sig í mögnuðu umhverfi Laxárdalsins. Óhætt er að fullyrða að veiðisvæðið í Laxárdalnum er einstakt í sinni röð; umhverfið, vatnið og veiðin skapa órofa heild sem lætur engan ósnortinn. Hér finna menn sig vel hvort sem notaðar eru púpur, straumflugur eða þurrflugur. Sé svæðið borið saman við Mývatnssveit þá veiðast færri en stærri fiskar í Laxárdal. Boðið er upp allt frá einum degi upp í nokkurra daga holl yfir veiðitímann.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Menn gista í veiðihúsinu að Rauðhólum þar sem þeir greiða fyrir uppábúin rúm og fullt fæði á staðnum. Í húsinu eru 12 tveggja manna herbergi. Veiðihúsið er með heitum potti og sauna klefa. Ekkert símasamband er í húsinu en WiFi samband er komið í húsið. Í húsinu er góð vöðlugeymsla, stór stofa og matsalur þar sem matur er framreiddur á hlaðborði.

Kort og leiðarlýsingar

Þegar komið er inn í Aðaldal við gatnamótin við bæinn Tjörn er beygt inn dalinn í áttina að Laugum. Þangað til komið er að Staðarbraut (vegur 854) þá er keyrt er sem leið liggur upp að Laxárvirkjun en beygt þar upp Laxárdal rétt áður en komið er að virkjuninni. Þaðan er keyrt upp Laxárdalinn þangað til komið er til móts við brú sem er yfir ánna. Þar austan megin við ánna stendur veiðihúsið að Rauðhólum.

Veiðisvæðið nær yfir meirihluta Laxárdals, eða frá og með Ljótsstaðabakka og niður undir Laxárvirkjun

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Húsavík: um 35 km, Akureyri: 73 km um Vaðlaheiðargöng, Reykjavík: 459 km um Vaðlaheiðargöng

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 74 km um Vaðlaheiðargöng

Áhugaverðir staðir

Mývatnssveit: 22 km, Goðafoss um 38 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Vefsala svfr

Stangaveiðifélag Reykjavíkur s: 568 6050, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

08:00 – 14:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Laxá í Laxárdal

Láxárdalur kemur vel undan vetri

Fyrstu dagarnir í Laxá í Laxárdal lofa aldeilis góðu uppá framhaldið. Lífríkið búið að taka á fullu við sér og fiskur víða að taka flugur á yfirborðinu. Samkvæmt Magnúsi Björnssyni

Lesa meira »

Flott stórfiskaopnun í Laxárdal

Opnunarhollið í Laxárdalnum fyrir norðan lauk veiðum á hádegi í dag og stóð algerlega undir væntingum. Hollið skilaði veiði upp á 64 fiska en tveir þriðju af aflanum voru fiskar

Lesa meira »
Shopping Basket