Litlu-Þverá fellur efst í lágu gljúfri en svo á láglendi þar sem skiptast á gras- og malarbakkar við hylji. Sumarið 2013 var Litla-Þverá í fyrsta sinn seld sem sérstakt veiðisvæði. Þar sem um fyrsta ár í sérsölu var að ræða, þá var áin veidd í aðeins 45 daga á 2 stangir. Það sumar var veiðin 132 laxar og þótti ganga vonum framar þetta fyrsta ár. Eftir það var ákveðið að fjölga veiðidögum í ánni. Veiðin sumrin 2014 og 2015 var brokkgeng og spilaði þar m.a. inní að vatnsbúskapur var erfiður. Frá og með veiðitímabilinu 2016 var sú ákvörðun tekin að fækka aftur dögum, hefja veiði í byrjun ágúst og veiða fram undir 20. september. Litla Þverá getur orðið vatnslítil á þurrum sumrum og þess vegna fyrst og fremst, er veiðitíminn síðsumars, þegar vænta má betra vatnsstöðu