Ljótipollur

Suðurland
Eigandi myndar: Guðmundur H. Jónsson
Calendar

Veiðitímabil

15 maí – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

5000 kr. – 5000 kr.

Tegundir

Veiðin

Ljótipollur er í nokkrum samliggjandi gígum norðaustan við Frostastaðavatn. Þrátt fyrir nafnið er gígurinn geysilega fagur og umhverfið er engu öðru líkt. Vatnið er í 570 m hæð yfir sjávarmáli og er flatarmál þess um 0.45 km². Mesta dýpi er 14 m og meðaldýpi talið vera um 8 m. Ljótipollur var lengi talið eitt besta veiðivatn Framvatna en sumum þykir það vera of dyntótt til að hljóta þann heiður. Í vatninu er einungis urriði, mest af honum er um hálft annað pund en þeir stærstu ná 5 pundum. Gígbarmarnir eru brattir, um 70-120 m háir, og best að fara varlega niður að vatni. Það er vel þess virði að skreppa í Ljótapoll og oft er veiðin mjög góð.

Gisting & aðstaða

Veiðireglur

Mikilvægt er að veiðimenn skili útfylltum veiðiskýrslum til skálavarðar í Landmannahelli, eða í póstkassa sem staðsettur er við krossgötur þar sem farið er inn að Ljótapolli

Kort og leiðarlýsingar

Veiði er frá bakkanum sem komið er að og einungis er farið ofaní gíginn þar sem komið er að honum frá veginum

Auðvelt er að komast að vatninu á bíl en vegarslóði liggur frá Frostastaðavatni og austur og norður um að Sigöldu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 185 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Skarð í Landsveit, s: 487-1590 & 487-6525 og hjá veiðiverði í Landmannahelli.

http://veidivotn.is/

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Ljótipollur

Engin nýleg veiði er á Ljótipollur!

Shopping Basket