Miðá er á vinstri hönd þegar ekið er norður Miðdalina, dágott vatnsfall sem í falla margir lækir og smáár. Áin hefur lengi verið talin með betri sjóbleikjuám landsins og þar er einnig prýðisgóð laxveiði. Sú mesta var sumarið 2013, þegar alls 700 laxar komu á land. Hér áður fyrr var ekki óalgengt að þarna veiddust 40 til 60 laxar og 400 til 600 bleikjur. Nú er laxinn að koma sterkt inn aftur en dregið hefur úr bleikjuveiðinni. Veitt er með þremur stöngum í Miðá. Slæmur húsakostur dró nokkuð úr vinsældum árinnar, eða þar til 1998 að byggt var glæsilegt veiðihús með öllum helsta búnaði. Menn sjá þó um sig sjálfir.
Heiðar Logi með fyrsta laxinn í Miðá – á Hauginn
„Við erum að opna Miðá í Dölum og það gengur vel skal ég segja þér kallinn, erum búnir að fá þrjá laxa og tvær bleikjur,“ sagði Heiðar Logi Elíasson þegar