Miðá í Dölum

Vesturland
Eigandi myndar: mbl.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

64600 kr. – 85100 kr.

Tegundir

Veiðin

Miðá er á vinstri hönd þegar ekið er norður Miðdalina, dágott vatnsfall sem í falla margir lækir og smáár. Áin hefur lengi verið talin með betri sjóbleikjuám landsins og þar er einnig prýðisgóð laxveiði. Sú mesta var sumarið 2013, þegar alls 700 laxar komu á land. Hér áður fyrr var ekki óalgengt að þarna veiddust 40 til 60 laxar og 400 til 600 bleikjur. Nú er laxinn að koma sterkt inn aftur en dregið hefur úr bleikjuveiðinni. Veitt er með þremur stöngum í Miðá. Slæmur húsakostur dró nokkuð úr vinsældum árinnar, eða þar til 1998 að byggt var glæsilegt veiðihús með öllum helsta búnaði. Menn sjá þó um sig sjálfir.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið er við Tunguá, rétt neðan við Kvennabrekku. Það er með 3 svefnherbergjum og svefnplássi fyrir 6 manns. Eldhúsið er fullbúið og góð setustofa. Við húsið er pallur þar sem er grill og heitur pottur. Garðurinn við veiðihúsið er snyrtilegur og afgirtur og sumir velja að koma einnig með hverskyns ferðavagna eða tjöld og gista þar líka.

Veiðireglur

Sleppa þarf laxi yfir 70 cm (undantekning er ef maðkveiddur lax hefur skaddast mikið)

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær frá ósi upp að Bæjargili við Breiðabólstað og upp að Svalbarðsfossi í Tunguá

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Búðardalur: 15 km, Reykjavík: 140 km og Akureyri: 280 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Stangaveiðifélag Reykjavíkur, SVFR s. 568-6050, [email protected]

SVFR

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Miðá í Dölum

SVFR tekur Miðá í Dölum á leigu

Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur samið um leigu á veiðirétti í Miðá í Dölum og Tunguá frá og með sumrinu 2022. Ragnheiður Thorsteinsson, varaformaður SVFR, og Guðbrandur Þorkelsson, formaður Fiskræktar-og veiðifélags Miðdæla,

Lesa meira »
Shopping Basket