Mývatn

Norðausturland
Eigandi myndar: veidin.is
Calendar

Veiðitímabil

31 mars – 31 desember

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði

Tegundir

Veiðin

Mývatn er í 277 m hæð yfir sjávarmáli og flatarmál þess er um 37 km², Syðriflói er um 29  km² að stærð og Ytriflói er um 8  km². Innstreymi vatns til Mývatns er að mestu frá lindum, einkum við eystri hluta vatnsins. Útfall Mývatns til Laxár er um Geirastaðaskurð, Miðkvísl og Syðstukvísl. 

Upplýsingar um veiði í Mývatni ná aftur til aldamótanna 1900. Miklar sveiflur hafa verið í veiði úr vatninu. Þannig var árleg meðalveiði á tímabilinu 1900-2015 samtals 26.375 silungar. Veiðin var mest fyrstu árin eftir 1920, þegar hún fór yfir 100 þúsund silunga á ári, en veiði á árunum 1930-1969 var að jafnaði 31.272 silungar. Meðalveiði áranna 1970‐2016 var 12.810 silungar en meðalveiði 2007‐2016 var aðeins 3.678 silungar. Árið 2016 veiddust 1.476 silungar, sem var fækkun um 1.132 silunga frá 2015, þegar 2.608 silungar veiddust. Miklar veiðitakmarkanir hafa verið í gildi í Mývatni síðustu ár til að draga úr sókn. 

Veiðireglum var breytt árið 2016 og aftur 2017 og eru þær núna þannig að á tímabilinu 1.- 31. mars ár hvert er bleikjuveiði einungis heimil í alls 875 lagnir. Urriðaveiði er heimil í allt að 2500 lagnir, allt að 250 net í 10 daga, á tímabilinu 1. mars til 31. ágúst.

Veiðireglur

Almenningur vatnsins er friðaður fyrir allri veiði nema dorgveiði frá 31. mars út veiðitímabil hvers árs.

Veiðileyfi og upplýsingar

Eingöngu er leyfð dorgveiði að vetri til og er hún að mestu stunduð af landeigendum.

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Mývatn

Shopping Basket