Norðurá II – Fjallið

Suðvesturland
Eigandi myndar: nordura.is
Calendar

Veiðitímabil

06 júlí – 01 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

42000 kr. – 75000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Norðurá í Borgarfirði er í hugum margra veiðimanna besta laxveiðiá landsins með um 2000 laxa árlega meðalveiði á síðustu 10 árum.  Áin á upptök sín í Holtavörðuvatni um 62 kílómetra frá sjó og telst vatnasvið árinnar vera um 518 km2. Í ánni eru um 170 merktir veiðistaðir og er fjölbreytileiki þeirra mikill, allt frá nettum strengjum upp í stórar og vatnsmiklar breiður. Í Norðurá eru þrír fossar helstir, Laxfoss, Glanni og Króksfoss, hver öðrum fallegri.

Efsti hluti Norðurár, Fjallið, hefur allt til að bera fyrir veiðimenn sem þyrstir í ævintýri í fallegri en um leið ögrandi náttúru. Bæði er hægt að rölta um grónar grundir niðri á flatlendinu og reyna á sig fram til heiða í því dæmigerða landslagi er þar gefur, klungur og klettum. Áin er heillandi þar sem hún streymir fram ýmist lygn eða stríð, og skiptast á strengir og breiður, fossar og flúðir. Veiðivonin er rík, ekki síst er líða fer á sumarið og er haustar skemma ekki hinir fjölbreyttu haustlitir náttúrunnar fyrir.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Skógarnef er lítið og snoturt veiðihús í landi Hvamms, staðsett á svonefndu Skógarnefi og ber nafn eftir því. Í húsinu eru þrjú herbergi og svefnloft. Gert er ráð fyrir því að veiðimenn sjái um sig sjálfir og komi með eigin mat. Við komu er húsið hreint, uppbúin rúm og hrein handklæði. Veiðimenn þurfa ekki að þrífa húsið við brottför, starfsmaður sér um það. Fyrir þessa þjónustu greiða veiðimenn samtals krónur 10 þúsund. Í húsinu er eldhúskrókur, lítil borðstofa og setustofa ásamt borðbúnaði og eldunaráhöldum. Baðherbergið er með sturtu. Aðstaða er til að gera að fiski, utan dyra, frystikista í útigeymslu, gasgrill, bekkir og borð á ágætis palli fyrir utan. Húsið stendur í fallegri kjarrvaxinni hlíð, skammt frá þjóðvegi nr. 1 og eru lyklar í lásboxi rétt við innganginn.

Veiðireglur

Sleppa skal öllum laxi 70 cm og stærri. Kvóti er háður ákvörðun Veiðifélags Norðurár hverju sinni

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er nokkuð breytilegt á veiðitimanum. 5. júní til 6. júlí (hádegi) nær það frá Engjanefi til og með Kálfhylsbroti. Frá 6. júlí (seinni vakt) og til 1. sept. (hádegi) er veiðisvæðið frá og með Símastreng og upp að brú við Fornahvamm.

Kort

Veiðivísir 

 

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 26 km, Reykjavík: 100 km, Reykjanesbær: 142 km og Akureyri: 288 km

Nærliggjandi flugvellir

Keflavíkurflugvöllur: 143 km og Reykjavíkurflugvöllur: 102 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Rafn Valur Alfreðsson s: 824-6460 eða í gegnum netfangið [email protected]

 

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

08:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Norðurá II – Fjallið

Engin nýleg veiði er á Norðurá II – Fjallið!

Shopping Basket