Núpá

Vesturland
Eigandi myndar: visir.is
Calendar

Veiðitímabil

Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi

Veiðin

Núpá er dragá sem á upptök sín á hálendinu ofan Núpdals á Snæfellsnesi. Áin á sameiginlegan ós með Haffjarðará á Löngufjörum við utanverðar Mýrar og er í eðli sínu silungsveiðiá, með laxavon. Þessi á lætur ekki mikið yfir sér en á marga vænlega veiðistaði þar sem hún rennur lygn á milli malareyrar og grasbakka. Hafbeitarlaxi var sleppt í Núpá til endurveiða fyrir allmörgum árum og gafst sú tilraun ágætlega og kom ánni á kortið með stórum löxum allt að 22 pund. Það er ekki gert lengur eftir að hafbeitarstöðin í Lárósi gaf upp öndina og veiðast kannski 20 laxar hvert sumar núna í Núpá. Bleikja og sjóbirtingur ganga í ánna í nokkrum mæli. Þetta er lítil og nett á sem þægilegt er að veiða með flugu, þó ekki sé hún talin mikil veiðiá. Mest er um að hún sé stunduð um helgar, og hafa sömu veiðimenn og fjölskyldur sóst í þannig helgarpakka hvert sumar með afnot af gömlu veiðihúsi. Áin er því ekki í boði til almennings

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 44 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Svanur Guðmundsson í Dalsmynni, s: 435-6657.

Bændur sem eiga veiðiréttinn úthluta sínum dögum sjálfir og er áin því ekki í almennri sölu 

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Vesturland

Fréttir af veiði Núpá

Engin nýleg veiði er á Núpá!

Shopping Basket