Prestbakkaá á upptök sín úr vötnum á norðanverðri Hólmavatnsheiði. Hún er engin afburðalaxá, aflinn oftast þetta 50 – 100 laxar en hefur þó náð um 200 löxum. Hún er viðkvæm og þá sérstaklega á þurrkasumrum, en þegar skilyrði eru góð, veiðast gjarnar stórir laxar í ánni. Við hana stendur ágætt veðihús fyrir veiðimenn, þar sem þeir sjá um sig sjálfir. Áin er nýtt af leigutökum