Réttarvatn

Norðvesturland
Calendar

Veiðitímabil

15 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

8000 kr. – 8000 kr.

Tegundir

Veiðin

Réttarvatn á Arnarvatnsheiði er á mörkum V.-Húnavatnssýslu og Mýrarsýslu, þó að mestu í þeirri fyrrnefndu. Stærð þess er 2,1 km², dýpst er það 2 m og í um 550 m hæð yfir sjó. Úr því fellur Skammá í fossi til Arnarvatns stóra. Mikill og góður fiskur er í Réttarvatni, núorðið aðallega bleikja en eitthvað af urriða. Ólíkt því sem þekkist með Arnarvatn stóra, þá er langt frá því greiðfært að Réttarvatni. Það sem þessu veldur eru vegleysur frá Arnarvatni stóra og sömuleiðis frá Borgarfirði og af Stórasandi. Menn ættu ekki að leggja í þessa ferð nema á vel útbúnum bílum, með dekkjum ekki minni en 38 tommur að stærð. Frá Arnarvatni stóra eru varla meira en 10 km að Réttarvatni, en þó tekur um klukkutíma að aka þessa leið frá skálunum.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Möguleiki er á að kaupa gistingu í nokkrum skálum við Arnarvatn Stóra. Í skálunum er hiti, rennandi vatn, eldunaraðstaða, diskar, glös og hnífapör. Ennfremur matarborð, ljós frá sólarsellu og grill. Salernishús er rétt hjá skálunum. Komu og brottfaratími miðast við hádegi.

Stóri skáli: 3900 kr á mann sólarhringurinn

4 manna hús: 15.000 sólarhringurinn

Dísarbúð: á 28.500 sólarhringurinn (rúmar 7 manns)

Nýja Hús: norðursalurinn er 35.000 kr á sólarhring, en herbergi á 8000 kr

Hafið samaband við Rafn Ben. s: 8927576 / eða mail rafnben@simnet.is

Tjaldstæði

Tjaldstæði eru allgóð við vatnið

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu og svo er spennandi að reyna í Skammá sem rennur úr því

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hvammstangi: 70 km, Akureyri: 260 km, Borgarnes: 172 km, Reykjavík: 247 km og Reykjanesbær: 288 km (vegalengdir að Arnarvatni Stóra, en svo er um tveggja klst. gangur eða klukkutíma keyrsla að Réttarvatni. Einungis fært breyttum bílum (38´dekk)).

Veiðileyfi og upplýsingar

Rafn Ben. s: 8927576, [email protected]  & Theódór s: 451-2950 & 852-0951

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Réttarvatn

Engin nýleg veiði er á Réttarvatn!

Shopping Basket