Sandá er í Þistilfirði á Norðausturlandi. Áin er þekkt fyrir stórlax, eins og má í raun segja um flestar laxveiðiár í Þistilfirðinum, og hafa ófáir 20 punda laxar komið á agn veiðimanna þarna í gegnum árin. Stærsti skráður lax Sandár var t.d. 28 pund. Áin er hinsvegar töluverð áskorun, jafnt fyrir nýja sem vana veiðimenn. Sandá heldur vel vatni og afar sjaldgæft að veiðimenn lendi í vatnsskorti. Veiðisvæðið er margslungið, allt frá tilkomumiklum gljúfrum með háa bergveggi og mikinn straumþunga, niður í fallegar breiður. Einnig eru þar djúpir hylir, s.s. Fossbrot sem er uppi við Sandárfossinn og er einn gjöfulasti staður árinnar, og svo Bjarnadalshylur sem hefur gefið flesta stórlaxa Sandár í gegnum tíðina. Veitt er í þrjá daga í senn, frá hádegi til hádegis. Meðalveiði síðustu 10 ára er um 370 laxar.
Hollið landaði 23 löxum í Sandá
„Við vorum að hætta veiðum í Sandá í Þistilfirði og hollið endaði í 23 löxum, sem er bara mjög gott. Það voru göngur af smálaxi að detta inn í ána