Sandá í Þistilfirði

Norðausturland
Eigandi myndar: SVFR
Calendar

Veiðitímabil

24 júní – 19 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

75000 kr. – 180000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Sandá er í Þistilfirði á Norðausturlandi. Áin er þekkt fyrir stórlax, eins og má í raun segja um flestar laxveiðiár í Þistilfirðinum, og hafa ófáir 20 punda laxar komið á agn veiðimanna þarna í gegnum árin. Stærsti skráður lax Sandár var t.d. 28 pund. Áin er hinsvegar töluverð áskorun, jafnt fyrir nýja sem vana veiðimenn. Sandá heldur vel vatni og afar sjaldgæft að veiðimenn lendi í vatnsskorti. Veiðisvæðið er margslungið, allt frá tilkomumiklum gljúfrum með háa bergveggi og mikinn straumþunga, niður í fallegar breiður. Einnig eru þar djúpir hylir, s.s. Fossbrot sem er uppi við Sandárfossinn og er einn gjöfulasti staður árinnar, og svo Bjarnadalshylur sem hefur gefið flesta stórlaxa Sandár í gegnum tíðina. Veitt er í þrjá daga í senn, frá hádegi til hádegis. Meðalveiði síðustu 10 ára er um 370 laxar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Sandá hentar afar vel samstilltum hópum og fjölskyldum enda fylgir rúmgott og afar vel útbúið veiðihús, með fjórum tveggja manna svefnherbergjum með baðherbergi. Góður sólpallur er við húsið með gasgrill og  einnig er þar vöðlugeymsla.  Klósettpappír er í húsinu sem og hreinlætisivörur. Ef menn vilja, þá er í boði að kaupa þrif. Í húsinu er bakaraofn, sjónvarp og helsti borðbúnaður fyrir að lágmarki 8 manns. Lyklar að húsinu eru í sérstöku lyklahúsi sem opnast með kóða. Fólksbílafært er að veiðihúsinu.

Leiðarlýsing: Beygt er á afleggjarann að bænum Flögu, þaðan er um 3 km í veiðihúsið og er það á vinstri hönd.

Veiðireglur

Veiðifyrirkomulag: veitt er á 4 stangir 09.07 -14.08 en á 3 stangir frá 24.06 – 09.07 og 14.08 – 19.09

Athygli er vakin á því að aðeins er veitt eftir veiða/sleppa fyrirkomulagi!

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er um 14 km langt, frá Ósbreiðu og upp að Sandárfossi. Samtals telur það 35 merkta veiðistaði

Kort af ánni

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Þórshöfn: 24 km, Akureyri: 230 km og Reykjavík: 615 km

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 230 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Stangaveiðifélag Reykjavíkur, s: 568-6050, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Sandá í Þistilfirði

Sandá komin í gang!

Veiði hófst í Sandá í Þistilfirði þann 24. júní og var holl númer tvö að ljúka veiðum í gær. Hollið landaði 5 löxum og misstu nokkra. Það er mikið vatn

Lesa meira »
Shopping Basket