Selá rennur um Starmýrardal og til sjávar í Álftafjörð fyrir austan Þvottárskriður. Umhverfi hennar er einstaklega fagurt þar sem hún hlykkjast um gljúfur og fjölbreytt svæði. Í ánni er náttúrulegur laxastofn og hefur verið talið að hrygningar- og uppeldisaðstæður séu nokkuð góðar í ánni. Í Sélá gengur töluvert af sjóbleikju og einnig sést þar stöku sinnum sjóbirtingur. Meðalveiði er um 100 laxar árlega.