Á milli vatnanna í Svínadal í Borgarfirði renna tvær litlar ár. Sú neðri, sem er á milli Eyrarvatns og Þórisstaðavatns, heitir Selós en sú efri, sem er á milli Geitabergsvatns og Þórisstaðavatns, heitir Þverá. Veitt er á eina stöng í hvorri á. Seldir eru veiðipakkar í árnar, í þeim eru 6 veiðidagar sem eru með um 15 daga millibili. Á hverjum veiðidegi veiðir viðkomandi veiðimaður hálfan dag í Selósi og hálfan dag í Þverá. Veiðileyfunum fylgja 2 stangir í vötnunum í Svínadal , þ.e.a.s. norðanverðu Eyrarvatni, Þórisstaðavatni og Geitabergsvatni.