Setbergsá er á Skógarströnd. Hún á sameiginlegan ós í sjó með Stóru Langadalsá, þar sem heitir Ós. Veitt er á tvær dagstangir alla daga nema fimmtudaga. Setbergsá er hreinræktuð smálaxaá, og er allur aflinn frá fjórum upp í sex pund. Að sama skapi má segja að leitun sé að hærra hlutfalli maðkaveiddra laxa á landsvísu, enda hentar áin mun betur fyrir þá sem brúka það agn. Áin gefur að jafnaði um 150 – 200 laxa. Veiðileyfi eru ekki í boði til almennings