Skálmardalsá rennur í Skálmarfjörð, á sunnanverðum Vestfjarðakjálkanum og er ákaflega gjöful og vinsæl sjóbleikjuá. Líklega dregur fjörðurinn nafn sitt af því að innanvert skiptist hann í tvennt og fellur áin í eystri skálmina vestan undir Kletthálsinum. Upptök sín á áin í litlum vötnum uppi á hálendinu. Góð sjóbleikjuveiði er í Skálmardalsánni, gjarnan frá 300 – 900 fiskar á ári.