Skjálfandafljót – silungur

Norðausturland
Eigandi myndar: visir.is
Calendar

Veiðitímabil

18 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

10 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Veiðin

Skjálfandafljót á upptök sín í Vonarskarði á milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls og fellur til sjávar í Skjálfanda. Talsvert gengur af sjóbleikju í Skjálfandafljót og eru silungasvæðin í ánni 4 talsins. Það þekktasta er án efa Vesturbakki Ós-Brú en á það svæði berst mikið af ferskvatni ofan af Kinnarfjöllum og eru helstu veiðistaðirnir í vatnamótum ferskvatnsánna og fljótsins. Hægt er að nefna staði eins og ármót fljótsins og Leikskálaár og einnig Bjargarhylji. Austurbakki Ós-Brú er ekki eins þekktur, en þó er oft fín veiði í Kvíslinni sem rennur saman við fljótið. Einnig er stundum fín veiði þar sem vatn kemur undan Aðaldalshrauni og rennur í Skjálfandafljót. Ótalin eru tvö silungasvæði, þau eru ofan við brú og þar er lítilsháttar laxavon. Annars vegar er austur-bakkinn; Vaðseyja og hins vegar vestur-bakkinn; Brú-Fellsendakógur.

Kort og leiðarlýsingar

Austurbakki Ós-Brú: Frá þjóðvegsbrú austan megin niður að ósi
Vesturbakki Ós-Brú: Frá þjóðvegsbrú niður á ósi
Austurbakki (Vaðseyja): Frá og með veiðistaðnum Seniver og niður að þjóðvegsbrú
Vesturbakki (Brú-Fellsendaskógur): Frá og með veiðistaðnum Votuklöpp á þjóðvegsbrú

Austurbakki (Ós-Brú) 

Veitt er á 3 stangir og eru helstu veiðistaðir við vatnamót og eyrar. Þetta er stórt veiðisvæði og að miklum hluta ókannað. Því eru veiðimenn hvattir til að prófa sem víðast.

Vesturbakki (Ós-Brú) 

Þarna er einnig veitt á 3 stangir og er þetta öllu þekktara svæði, neðan brúar, en austirbakkinn. Þarna renna nokkrar ferskvatnsár í Skjálfandafljót og er gjarnan fín veiði þar sem tært vatn rennur saman við jökulvatnið t.d. við ósa Rangár, Leikskálaár og Nípár. Veiðibók má finna í mjólkurhúsinu á Vaði 2.

Austurbakki  (Vaðseyja)

Þetta veiðisvæði er ofan þjóðvegsbrú og er mjög fjölbreytt. Áin rennur um sanda og á því svæðið til að breyta sér talsvert á milli ára. Því er nauðsýnlegt að fara víða, prófa við eyjar og kvíslar þar sem nýir veiðistaðir geta myndast á milli ára. Mestar eru líkurnar á laxi við Vaðseyju og Börðunum; Syðri og Ytri, en silung má finna víða. Aðrir veiðistaðir sem vert er að reyna eru Seniver og Miðbakki. Leyfðar eru 2 stangir á þessu svæði

Vesturbakki (Brú-Fellsendaskógur)

Á þessu svæði er laxavon, en þó minni en á austurbakkanum. Þarna verða einnig talsverðar breytingar á milli ára, en helstu veiðistaðirnir virðast þó ná að halda sér. Má þar helst nefna Skógarpoll, Skriðuhorn, Girðingarhorn og Meleyrarpoll. Þarna eru leyfðar 2 stangir.

Veiðileyfi og upplýsingar

Skjálftar sf.

 

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Skjálfandafljót – silungur

Engin nýleg veiði er á Skjálfandafljót – silungur!

Shopping Basket