Við Ystu-Vík, sem er í austanverðum Eyjafirði rétt norðan við Víkurskarð, eru þrjár tjarnir sem í er sleppt laxi, regnbogasilungi og bleikju. Stærðin er 800 g og upp í 5 kg. Þokkaleg aðstaða er á staðnum m.a. fyrir aðgerð. Einnig salerni og snyrting og afdrep fyrir veiðimenn. Leyfilegt er að veiða á allt löglegt agn og geta þeir sem ekki mæta með sín eigin veiðarfæri fengið slíkt lánað á staðnum.

Ungu veiðimennirnir fara á kostum
Fátt er skemmtilegra en að veiða fyrsta fiskinn og fá fyrstu tökuna, sjá flotholtið sökkva og fiskurinn hefur tekið hjá manni. Það er toppurinn á veiði frábær byrjun veiðimanna á öllum aldri.