Sléttuhlíðarvatn er 0,76 km² að stærð og í 14 m hæð yfir sjávarmáli. Í vatninu er bleikja og mikið af urriða, oftast frekar smár en góður matfiskur. Sjóbleikja gengur í vatnið um læk sem fellur úr því og sameinast Hrolleifsdalsá, sem er góð sjóbleikjuá. Ágætlega veiðist allt tímabilið en þó sérstaklega í maí og júní. Best er að veiða austanmegin í vatninu, framundan bænum, þar sem lækir falla í vatnið.