Sléttuhlíðarvatn

Norðvesturland
Eigandi myndar: veidikortid.is
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

2500 kr. – 2500 kr.

Tegundir

Veiðin

Sléttuhlíðarvatn er 0,76  km² að stærð og í 14 m hæð yfir sjávarmáli. Í vatninu er bleikja og mikið af urriða, oftast frekar smár en góður matfiskur. Sjóbleikja gengur í vatnið um læk sem fellur úr því og sameinast Hrolleifsdalsá, sem er góð sjóbleikjuá. Ágætlega veiðist allt tímabilið en þó sérstaklega í maí og júní. Best er að veiða austanmegin í vatninu, framundan bænum, þar sem lækir falla í vatnið.

Gisting & aðstaða

Tjaldstæði

Ekki er tjaldsvæði við vatnið en það stendur til að bæta úr því

Aðrir gistimöguleikar

Hægt er að leigja sumarhús nálægt vatninu og borgar sig að panta þar með góðum fyrirvara hjá veiðiverði

Veiðireglur

Landeigandi ber enga ábyrgð á tjóni er korthafar Veiðikortsins kunna að verða fyrir, eða öðru sem upp kann að koma í tenglsum við veru veiðimanna á viðkomandi veiðisvæði. Góð umgengni er skilyrði. Allur akstur um landið skal vera í samráði við landeiganda. Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig rusl. Korthafar þurfa að skrá sig á Hrauni og sýna þarf bæði veiðileyfi og persónuskilríki. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.

Kort og leiðarlýsingar

Eingöngu er leyfilegt að veiða í landi Hrauns. Skilti eru við veiðimörk

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hofsós: 20 km, Akureyri: 150 km, Reykjavík: 345 km og Reykjanesbær: 386 km.

Áhugaverðir staðir

Glaumbær – Byggðasafn Skagfirðinga, s: 453-6173, glaumbaer.is

Hólar í Hjaltadal

Sundlaugin á Hofsósi, s: 455-6070, facebook.com

Veiðileyfi og upplýsingar

Vatnið er hluti af Veiðikortinu

Magnús Pétursson á Hrauni s: 453-7422 eða 618-0402, selur dagsleyfi en einnig eru þau í boði hér: Veiðikortið

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Sléttuhlíðarvatn

Engin nýleg veiði er á Sléttuhlíðarvatn!

Shopping Basket