Sléttuhlíðarvatn

Norðvesturland
Eigandi myndar: veidikortid.is
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

2000 kr. – 2000 kr.

Tegundir

Veiðin

Sléttuhlíðarvatn er 0,76  km² að stærð og í 14 m hæð yfir sjávarmáli. Í vatninu er bleikja og mikið af urriða, oftast frekar smár en góður matfiskur. Sjóbleikja gengur í vatnið um læk sem fellur úr því og sameinast Hrolleifsdalsá, sem er góð sjóbleikjuá. Ágætlega veiðist allt tímabilið en þó sérstaklega í maí og júní. Best er að veiða austanmegin í vatninu, framundan bænum, þar sem lækir falla í vatnið.

Gisting & aðstaða

Tjaldstæði

Verið er að vinna að uppbyggingu á tjaldsvæði sem ætti að vera komið í gagnið fyrir sumarið 2021. Þá býðst korthöfum að kaupa aðgang að tjaldsvæðinu við vatnið hjá veiðiverði á Hrauni.

Aðrir gistimöguleikar

Hægt er að leigja sumarhús nálægt vatninu og borgar sig að panta þar með góðum fyrirvara hjá veiðiverði

Veiðireglur

Landeigandi ber enga ábyrgð á tjóni er korthafar Veiðikortsins kunna að verða fyrir, eða öðru sem upp kann að koma í tenglsum við veru veiðimanna á viðkomandi veiðisvæði. Góð umgengni er skilyrði. Allur akstur um landið skal vera í samráði við landeiganda. Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig rusl. Korthafar þurfa að skrá sig á Hrauni og sýna þarf bæði veiðileyfi og persónuskilríki. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.

Kort og leiðarlýsingar

Eingöngu er leyfilegt að veiða í landi Hrauns. Skilti eru við veiðimörk

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Hofsós: 20 km, Akureyri: 150 km, Reykjavík: 345 km og Reykjanesbær: 386 km.

Áhugaverðir staðir

Glaumbær – Byggðasafn Skagfirðinga, s: 453-6173, glaumbaer.is

Hólar í Hjaltadal

Sundlaugin á Hofsósi, s: 455-6070, facebook.com

Veiðileyfi og upplýsingar

Vatnið er hluti af Veiðikortinu

Magnús Pétursson á Hrauni s: 453-7422 eða 618-0402, selur dagsleyfi

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Sléttuhlíðarvatn

Engin nýleg veiði er á Sléttuhlíðarvatn!

Shopping Basket