Leit er að fallegra veiðivatni en í landi Alviðru við Sog. Svæðið er uppáhald margra stangveiðimanna því það er ægifagurt og stórlaxarnir, sem sjást öðru hverju á „Öldunni“, hafa valdið margri andvökunótt. Hér, sem annars staðar í þessari mestu bergvatnsá landsins, er kjörið að veiða á flugu. Seldir eru heilir dagar, frá morgni til kvölds og þar sem Alviðra er skammt frá höfuðborgarsvæðinu er tilvalið að mæta að morgni og veiða fram á kvöld. Þetta er vafalaust afar vanmetið svæði.
Opinn veiðidagur og margt um manninn í Alviðru
Þó nokkur fjöldi fólks var saman kominn á opin veiðidag í Alviðru í Soginu í gær á vegum Landverndar, sem er eigandi jarðarinnar og Stara ehf, sem er leigutaki Alviðru.