Sogið – Alviðra

Suðurland
Eigandi myndar: visir.is
Calendar

Veiðitímabil

28 júní – 23 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

24200 kr. – 34100 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Leit er að fallegra veiðivatni en í landi Alviðru við Sog. Svæðið er uppáhald margra stangveiðimanna því það er ægifagurt og stórlaxarnir, sem sjást öðru hverju á „Öldunni“, hafa valdið margri andvökunótt. Hér, sem annars staðar í þessari mestu bergvatnsá landsins, er kjörið að veiða á flugu. Seldir eru heilir dagar, frá morgni til kvölds og þar sem Alviðra er skammt frá höfuðborgarsvæðinu er tilvalið að mæta að morgni og veiða fram á kvöld. Þetta er vafalaust afar vanmetið svæði.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðimönnum er boðin gisting í rúmgóðu, heillandi og nýuppgerðu sjálfmennsku húsi. Það býður upp á þrjú tveggja manna herbergi, rúmgóða opna stofu með borðkrók, vel búið eldhús og sameiginlegt baðherbergi með sturtu. Á verönd á suðurhlið húsins er grill og borðkrókur. Boðið er upp á björgunarvesti fyrir veiðimenn og mælt með notkun þeirra þar sem áin er djúp á köflum og straumur getur verið mikill. Veiði á Alviðru svæðinu hentar sérstaklega vel fyrir smærri veiðihópa.

Hægt er að útvega þrif við brottför. Veiðileiðsögumenn og einkakokk er einnig hægt að útvega sé þess óskað. Vinsamlegast kynnið ykkur húsreglur og veiðireglur við komu.

Veiðireglur

Varasamt getur verið að vaða ánna og ráðlagt að nota vesti (ráðlegging, en ekki regla)

Sleppa þarf öllum löxum, en má hirða bleikjur

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er vesturbakki Sogs í landi Alviðru og austurbakki neðan brúar við Þrastarlund

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Aðeins eru 10 km til Selfoss og um 50 km til Reykjavík

Veitingastaðir

Hægt er að fá veitingar í Þrastarlundi eða fara inn á Selfoss

Veiðileyfi og upplýsingar

veida.is

www.starir.is

Starir ehf  s: 546-1373 & 790-2050, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Sogið – Alviðra

Engin nýleg veiði er á Sogið – Alviðra!

Shopping Basket