Sog Bíldsfell er dæmigert síðsumars svæði og gefur vel af laxi í ágúst og september. Laxinn getur legið víða enda fljótið vatnsmikið. Varasamt er að veiða í Soginu án þess að hafa flotvesti. Bleikjuveiðin er jöfn og góð allt sumarið og koma margir eingöngu í bleikjuveiðina. Í laxveiðina er algengt að nota einhendur, switch stangir eða tvíhendur með flotlínu. Þegar líður fram á sumarið og hausta tekur eru almennt notaðar “intermediate” línur og sökkendar. Boðið er upp á stakar vaktir eða heila daga.
Sleit bæði úr himbrima og risalaxi
Nú þegar hluti af netum er farið upp úr Hvítá og Ölfusá, horfa margir spenntir til Sogsins og Stóru-Laxár. Stefán Kristjánsson leiðsögumaður með meiru hefur veitt í Soginu í meira