Sogið – Bíldsfell

Suðurland
Eigandi myndar: SVFR
Calendar

Veiðitímabil

28 júní – 23 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

38900 kr. – 76900 kr.

Tegundir

Veiðin

Sog Bíldsfell er dæmigert síðsumars svæði og gefur vel af laxi í ágúst og september. Laxinn getur legið víða enda fljótið vatnsmikið. Varasamt er að veiða í Soginu án þess að hafa flotvesti. Bleikjuveiðin er jöfn og góð allt sumarið og koma margir eingöngu í bleikjuveiðina. Í laxveiðina er algengt að nota einhendur, switch stangir eða tvíhendur með flotlínu. Þegar líður fram á sumarið og hausta tekur eru almennt notaðar “intermediate” línur og sökkendar. Boðið er upp á stakar vaktir eða heila daga.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Á staðnum er gott veiðihús með fjórum tveggja manna herbergjum. Gamla húsið var tekið í gegn veturinn 2017 og er hið glæsilegasta. Í húsinu er hiti, rafmagn og steypibað. Menn mega koma í húsið klukkustund áður en veiðitími hefst og ber að rýma það klukkustund eftir að veiðitíma lýkur. Þeir leggja sjálfir til mat, hreinlætisvörur, rúmföt og handklæði. Á staðnum eru bakaraofn, gasgrill, klósettpappír, sængur og koddar. Menn eru beðnir um að þrífa húsið vel og taka allt rusl með sér er þeir yfirgefa húsið.

Húsið stendur opið og eru veiðimenn beðnir að skilja það eftir opið við brottför. Lyklar að húsinu hanga á vegg inni í húsi vilji menn læsa þegar þeir eru við veiðar. Fólksbílafært er að húsinu.

Það fer afar vel um veiðimenn í Bíldsfelli

Veiðireglur

Varasamt getur verið að vaða ánna og mönnum ráðlagt að nota vesti

Leyfilegt er að taka einn lax á dag sem er minni en 69 cm

Það er skylda að skrá alla veiði í veiðibækurnar sem liggja í veiðihúsinu!

Kort og leiðarlýsingar

Ef komið er frá Reykjavík er beygt til vinstri upp Grafningsveg (nr. 350) áður en komið er að brúnni yfir Sogið hjá Þrastarlundi. Að afleggjaranum að Bíldsfelli eru um 5 km. Sá afleggjari er ekinn alveg niður að á, þar sem veiðihúsið stendur

Veiðisvæði: Vesturbakki Sogsins frá útfallinu fyrir neðan Írafossstöðina og niður að Tunguánni þar sem veiði fyrir landi Torfastaða byrjar

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Selfoss: 18 km, Reykjavík: 72 km, Akureyri: 428 km

Veiðileyfi og upplýsingar

www.starir.is

Starir ehf  s: 546-1373 & 790-2050, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Sogið – Bíldsfell

Sleit bæði úr himbrima og risalaxi

Nú þegar hluti af netum er farið upp úr Hvítá og Ölfusá, horfa margir spenntir til Sogsins og Stóru-Laxár. Stefán Kristjánsson leiðsögumaður með meiru hefur veitt í Soginu í meira

Lesa meira »
Shopping Basket