Stæðavötn og Vaðall

Vestfirðir
Eigandi myndar: is.nat.is
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

3000 kr. – 3000 kr.

Tegundir

Veiðin

Stæðavötn eru tvö fjallavötn uppi á Hafnarfjalli fyrir ofan Breiðuvík. Þangað er u.þ.b. 10 mínútna gangur frá veginum að Ferðaþjónustunni í Breiðuvík, þar sem veiðileyfi eru seld og gisting í boði. Efra-Stæðavatn er u.þ.b. 1 km langt og 800 m breitt og hið neðra 700 m langt og 500 m breitt. Ekki er vitað um nákvæma dýpt vatnanna, en giskað á 4-8 m. Í vötnunum er urriði sem er 0,5-4 pund. Hann hefur vakið undrun manna fyrir að vera silfurgljáandi, líkt og hann væri sjógenginn. Hefur þetta vakið upp spurningar um hvort í vötnunum sé ísaldarurriði líkt og í Þingvallarvatni. Veiðimönnum er vísað á bestu veiðistaðina. Einnig geta menn reynt fyrir sér í svokölluðum Vaðli sem er niður við sjó hjá Breiðuvík en þar er einnig urriði.  

Gisting & aðstaða

Hótel

Hótel Breiðavík, s: 456-1575, breidavik.is

Tjaldstæði

Tjjalsvæðið er stutt frá Hótel Breiðuvík, s: 456-1575, breidavik.is

Veiðireglur

Vegna æðavarps er aðeins leyfð veiði eftir 20. júní í Vaðlinum (Breiðavíkurós)

Kort og leiðarlýsingar

Veiðileyfi gildir í bæði vötnin

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Patreksfjörður: um 50 km, Ísafjörður: 190 km, Reykjavík: 413 km og Akureyri: 530 km

Áhugaverðir staðir

Látrabjarg: 13 km, Dynjandi: 118 km og Gíslahellir: 90 km

Önnur þjónusta

Ferjan Baldur s: 433-2254, saeferdir.is

Veiðileyfi og upplýsingar

Ferðaþjónustan, Breiðuvík s: 456-1575,  breidavik.is

Veiðifélagar Fishpartner – árskort

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Vestfirðir

Fréttir af veiði Stæðavötn og Vaðall

Engin nýleg veiði er á Stæðavötn og Vaðall!

Shopping Basket