Steinsmýrarvötn eru staðsett fyrir neðan bæinn Syðri-Steinsmýri og eru í göngufæri frá leigubústöðum þar. Í Steinsmýravötnum er staðbundin bleikja og urriði ásamt sjóbirtingi og sjóbleikju. Vorveiðin á svæðinu er alveg frábær og hafa vorhollin verið að fá alveg upp í 80 fiska hvert. Yfir sumarið, í júní og júlí, veiðist vel af bleikju og er hún gríðarvæn í vötnunum og meðalþyngdin rúm 3 pund. Í ágúst byrjar svo sjóbirtingurinn að ganga og gengur alveg fram að áramótum og er tímabilið frá ágúst og út veiðitímann því yfirleitt mjög gott.
Vötnin heyra undir Veiðifélag Eldvatns. Ótímabundin friðun þeirra stendur yfir!