Steinsmýrarvötn

Suðurland
Calendar

Veiðitímabil

01 apríl – 10 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

9000 kr. – 9000 kr.

Veiðin

Steinsmýrarvötn eru staðsett fyrir neðan bæinn Syðri-Steinsmýri og eru í göngufæri frá leigubústöðum þar. Í Steinsmýravötnum er staðbundin bleikja og urriði ásamt sjóbirtingi og sjóbleikju. Vorveiðin á svæðinu er alveg frábær og hafa vorhollin verið að fá alveg upp í 80 fiska hvert. Yfir sumarið, í júní og júlí, veiðist vel af bleikju og er hún gríðarvæn í vötnunum og meðalþyngdin rúm 3 pund. Í ágúst byrjar svo sjóbirtingurinn að ganga og gengur alveg fram að áramótum og er tímabilið frá ágúst og út veiðitímann því yfirleitt mjög gott.

Gisting & aðstaða

Gistihús

www.eldhraunguesthouse.is

Bústaðir á Syðri-Steinsmýri eða veiðihúsið við Eldvatn, [email protected] eða í síma 659-6800

Ferðaþjónusta í Skáftáhreppi,  www.klaustur.is

Veiðireglur

Leyfðar eru 4 stangir og eru þær seldar saman. Seld eru tveggja daga holl

Kort og leiðarlýsingar

Það eru tæplega 300 kílómetrar úr Reykjavík að svæðunum og eru veiðimenn um 3 tíma að aka þangað. Ekið er sem leið liggur að Kirkjubæjarklaustri og beygt til hægri niður Meðallandsveg (204) rétt áður en komið er að Skaftárbrúnni. Meðallandsvegur er hringvegur þegar ekið er frá Reykjavík og því er einnig hægt að beygja til suðurs/hægri inn á afleggjara Meðallandsvegar (204) nokkru austan við Kúðafljótsbrú.

Veiðisvæðið samanstendur af tveimur vötnum og svo lækjum sem renna úr vötnunum, í þau og á milli þeirra

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Kirkjubæjarklaustur: 53 km, Vík í Mýrdal: 67 km, Selfoss: 195 km, Reykjavík: 254 og Höfn: 233 km.

Veitingastaðir

Kaffi Munkur og Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Þar er einnig Vínbúð.

Áhugaverðir staðir

Kirkjubæjarklaustur; Rauðárfoss, Systrafoss, Stjórnarfoss og Kirkjugólf, Skógafoss: 100 km, Seljalandsfoss: 127 km,

Skaftafell: 100 km.

Veiðileyfi og upplýsingar

Einhver óvissa er með sölu leyfa, upplýsingar settar inn þegar málin skýrast

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Steinsmýrarvötn

Engin nýleg veiði er á Steinsmýrarvötn!

Shopping Basket