Svartá er meðalstór bergvatnsá með 480 km² vatnasvið. Sameiginlegt veiðifélag er með Blöndu og Svartá. Svartá er skemmtilega fjölbreytt að því leyti að auk hinna hefðbundnu strengja og breiða teigir hún sig út í sjálfa Blöndu þar sem oft getur verið fjör á göngutíma. Menn geta því farið úr því að kasta með léttum einhendum í tært vatnið í uppánni yfir í tvíhendur við ármótin. Laxinn í Svartá er þekktur fyrir að vera eintaklega sterkur og oft veiðast mjög stórir fiskar í ánni. Laxinn sem er af Svartárstofninum þarf að ganga upp hálfa Blöndu til að komast heim í Svartá. Seldar eru minnst tvær og tvær stangir saman, einn dag eða fleiri í senn. Meðalveiði síðustu 10 ára eru 260 laxar.
Engin lognmolla á bökkum Svartár
„Þetta gengur allt í lagi og það eru að veiðast laxar á hverjum degi í Fuss hollinu, bara gaman hérna,“ sagði Páll Halldórsson við Svartá í Húnavatnssýslu þegar við heyrðum