Þverá er um það bil 26 km. löng frá ármótum við Eystri Rangá að upptökum sínum við Hámúlagarð í Fljótshlíð. Hún er fremur lítil og nett til að byrja með en vex eftir því sem hliðarár falla í hana og er orðin um 4 m3/sek við ármót Eystri Rangár. Veiðinni hefur verið haldið uppi með sleppingum um 20 þúsund laxagönguseiða á ári sem hefur verið sleppt í 4 sleppitjarnir við ána. Þverá hefur í gegn um tíðina gefið glettilega góða veiði á stangirnar fjórar en veiðin árið 2020 var 675 laxar.