Þverá í Fljótshlíð

Suðurland
Eigandi myndar: mbl.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 20 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

4 fiskar á stöng/dag
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

20000 kr. – 80000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Þverá er um það bil 26 km. löng frá ármótum við Eystri Rangá að upptökum sínum við Hámúlagarð í Fljótshlíð. Hún er fremur lítil og nett til að byrja með en vex eftir því sem hliðarár falla í hana og er orðin um 4 m3/sek við ármót Eystri Rangár. Veiðinni hefur verið haldið uppi með sleppingum um 20 þúsund laxagönguseiða á ári sem hefur verið sleppt í 4 sleppitjarnir við ána. Þverá hefur í gegn um tíðina gefið glettilega góða veiði á stangirnar fjórar en veiðin árið 2020 var 675 laxar. 

Gisting & aðstaða

Gistihús

Ekkert veiðihús fylgir með Þverá, frá og með sumrinu 2021, en Hellishólar rétt við árbakkann bjóða mönnum upp á tilboð á gistingu og þriggja rétta veiðmannakvöldverð. Best er að panta gistingu með því að senda póst á [email protected]

Fyrir utan Hellishóla eru margir gistimöguleikar í nágrenninu

Veiðireglur

Um hverja stöng mega vera 2 veiðimenn og skulu þeir þá vera saman á veiðistað. Ef veiðimenn eru staðnir að því að nota fleiri stangir en leyfilegt er, mega þeir búast við því að vera vísað úr ánni. Allan afla skal færa til bókar áður en haldið er heim. Ekki má aka utan vegar og munið að loka hliðum.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er um 20 km langt og nær frá Gluggafossi og allt niður að ármótum. Alls eru 65 merktir veiðistaðir í ánni

Veiðileyfi og upplýsingar

[email protected]  s: 793-7979

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Þverá í Fljótshlíð

Þetta var bara geggjað

„Við vorum að koma úr Þverá í Fljótshlíð og það var bara geggjað, flott veiðiá,“ sagði Jógvan Hansen í samtali nýkominn af veiðislóðum og bætti við; „það fengu allir fiska

Lesa meira »
Shopping Basket