Þverá & Kjarrá

Suðvesturland
Eigandi myndar: Einar Falur
Calendar

Veiðitímabil

05 júní – 05 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

14 stangir
Stop

Kvóti

1 fiskur á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar

Tegundir

Lax

Veiðin

Þverá & Kjarrá í Borgarfirði eiga upptök sín í vötnum inn á Tvídægru við Kvíslamót en frá þeim stað er að­eins steinsnar að upptökum Núpsár í Miðfirði. Frá Tvídægru rennur Kjarrá niður Kjarrárdal og þar sameinast henni hliðarárnar Krókavatnsá og Lambá. Þverá og Kjarrá í Borgarfirði eru í raun ein og sama áin þótt stundum sé rætt um þetta vatnasvæði sem tvær sjálfstæðar veiðiár. Kjarrá er efri hluti árinnar, en Þverá neðri hlutinn, eða fyrir neðan afréttar­girðingu fyrir ofan Örnólfsdal. Um 18 km fyrir ofan ármót Þverár og Hvítár, fyrir neðan býlið Guðnabakki sameinast svo Litla-Þverá inn í Þverá. Veiði undanfarin ár hefur verið stórgóð, frá því  um 1000 laxar og allt upp tæplega 3760 laxa (2010). Mest var veiðin sumarið 2005, en þá gáfu árnar 4165 laxa. 

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihús fyrir Þverá er í landi Helgavatns, þar sem er hin besta aðstaða til að láta fara vel um gesti. Veiðihús fyrir Kjarrá er við Víghól þó nokkuð fram á fjallinu. Þar er einnig hin besta aðstaða, þótt tæplega jafnist það á við neðra húsið.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið: Frá ósi við Brennutanga eru um 60 kílómetrar upp í Starir, efsta veiðistaðinn í Kjarrá

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 48 km, Reykjavík: 115 km, Reykjanesbær: 154 km og Akureyri: 340 km

Nærliggjandi flugvellir

Keflavíkurflugvöllur: 158 km og Reykjavíkurflugvöllur: 117 km

Áhugaverðir staðir

Krauma (Deildartunguhver): 20 km, Hraunfossar og Barnafoss: um 40 km, Húsafell: 48 og Víðgelmir: 50 km

Veiðileyfi og upplýsingar

www.starir.is

Starir ehf  s: 546-1373 & 790-2050, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Hallá

Ný bók um Kjarrá

Bókin Kjarrá og Síðustu Hestasveinarnir á Víghól fjallar um veru og störf þeirra í Fjallveiðinni í Kjarrá, um hesta, laxveiði, veiðimenn og náttúruna í heiðalöndum árinnar. Bókin er óður til

Lesa meira »

Þverá komin á toppinn

„Veiðin gekk frábærlega hjá okkur í síðustu viku og við fengum engin flóð, eitt hollið í Kjarrá fékk 83 laxa og áin hefur gefið 847 laxa,“ sagði Egill Ástráðsson við Þverá en Þverá

Lesa meira »

Sá stærsti úr Kjarrá í sumar

Stærsti lax sumarsins til þessa í Kjarrá, eða Kjarará eins og margir vilja kalla hana, veiddist í Lambastreng í gær. Það var Tryggvi Ársælsson sem setti þennan volduga hæng og

Lesa meira »
Shopping Basket