Þverá & Kjarrá í Borgarfirði eiga upptök sín í vötnum inn á Tvídægru við Kvíslamót en frá þeim stað er aðeins steinsnar að upptökum Núpsár í Miðfirði. Frá Tvídægru rennur Kjarrá niður Kjarrárdal og þar sameinast henni hliðarárnar Krókavatnsá og Lambá. Þverá og Kjarrá í Borgarfirði eru í raun ein og sama áin þótt stundum sé rætt um þetta vatnasvæði sem tvær sjálfstæðar veiðiár. Kjarrá er efri hluti árinnar, en Þverá neðri hlutinn, eða fyrir neðan afréttargirðingu fyrir ofan Örnólfsdal. Um 18 km fyrir ofan ármót Þverár og Hvítár, fyrir neðan býlið Guðnabakki sameinast svo Litla-Þverá inn í Þverá. Veiði undanfarin ár hefur verið stórgóð, frá því um 1000 laxar og allt upp tæplega 3760 laxa (2010). Mest var veiðin sumarið 2005, en þá gáfu árnar 4165 laxa.
Ný bók um Kjarrá
Bókin Kjarrá og Síðustu Hestasveinarnir á Víghól fjallar um veru og störf þeirra í Fjallveiðinni í Kjarrá, um hesta, laxveiði, veiðimenn og náttúruna í heiðalöndum árinnar. Bókin er óður til