Það er óhætt að segja að Tungulækur sé eitt besta ef ekki besta sjóbirtingsveiðistöð landsins. Hann er um 10 km langur, en þó ekki allur fiskgengur. Þessi magnaði lækur rennur um töfrandi hraunsvæði og út í Skaftá. Þarna hafa veiðst um 2000 – 3000 sjóbirtingar árlega og oft þeir vænstu á landsvísu hvert sumar. Sjóbirtingsveiðin er aðallega á vorin og svo aftur á haustin, en yfir sumarið gengur í lækinn sjóbleikja og einnig eitthvað af laxi.

Flottur fiskur í Tungulæk
Árni Hauksson, eigandi Múrbúðarinnar, landaði þessum 87 cm sjóbirting í Tungulæk rétt í þessu. Fiskurinn tók fluguna Black Betty Crocker nr. 10 í Holunni. Viðureignin tók góða stund og var