Veiðisvæðið Efri Brú er senninlega það allra besta í Úlfljótsvatni. Töluverður straumur er í rennunni á milli Flateyjar og Kvíaness sem geymir oft boltableikjur og einnig mjög væna urriða. Gott er að nota stóran tökuvara og mjög langan taum og andstreymisveiða rennuna með þungum púpum. Fyrir daga virkjana var þarna foss með um metra fallhæð. Þar var talinn hryggningarstaður fyrir urriðann á haustin. Bleikjuveiðin getur orðið ævintýralega góð á sumrin á svæðinu og meðalviktin í hærri kantinum.