Úlfljótsvatn – Efri Brú

Suðurland
Eigandi myndar: Fish Partner
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

5 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi

Tegundir

Veiðin

Veiðisvæðið Efri Brú er senninlega það allra besta í Úlfljótsvatni. Töluverður straumur er í rennunni á milli Flateyjar og Kvíaness sem geymir oft boltableikjur og einnig mjög væna urriða. Gott er að nota stóran tökuvara og mjög langan taum og andstreymisveiða rennuna með þungum púpum. Fyrir daga virkjana var þarna foss með um metra fallhæð. Þar var talinn hryggningarstaður fyrir urriðann á haustin. Bleikjuveiðin getur orðið ævintýralega góð á sumrin á svæðinu og meðalviktin í hærri kantinum.

Veiðireglur

Öllum urriða skal sleppt og allri bleikju 45cm og stærri einnig. Kvóti á bleikjunni er tíu stykki per stöng

Björgunarvesti eru á svæðinu og eru menn hvattir til að nota þau skilyrðislaust

Kort og leiðarlýsingar

Svæðið er í suðaustur hluta vatnsins og nær frá gamla skúrnum við Kallhól og niður að girðingu á Kvíanesi

Veiðikort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Selfoss: 24 km, Reykjavík: 55 km, Reykjanesbær: 93 km og Akureyri: 416 km

Áhugaverðir staðir

Þingvellir; Gamla-Alþingi, Almannagjá, Þingvallarkirkja, Silfra köfun og fl.

Veiðileyfi og upplýsingar

Veiðifélagar veiða frítt á Efri-Brú

Fish Partner s: 571-4545, [email protected]

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Úlfljótsvatn – Efri Brú

Engin nýleg veiði er á Úlfljótsvatn – Efri Brú!

Shopping Basket