Þetta vinsæla vatnasvæði á Snæfellsnesi er frábær kostur í silungsveiði og einnig er þar drjúg laxveiði. Fyrri hluta sumars ber mest á silungi, bæði bleikju og urriða, en þegar líður á júlí eykst laxavon á svæðinu. Þetta er frábær og ódýr kostur fyrir áhugafólk um vatnaveiðar. Það er mikill fiskur í vötnunum en veiðin getur verið upp og ofan, allt eftir veðri og vindum. Laxinn er yfirleitt smálax (en allt að 19 punda fiskar hafa þó veiðst) og silungurinn er frá 400 gr -1.000 gr. Mesta laxveiðin hefur verið í Vatnsholtsá sem fellur til sjávar milli bæjanna Ytri Garða og Vatnsholts í Staðarveit.

Selja veiðileyfi í Vatnasvæði Lýsu
Við hjá Wildline höfum tekið við sölunni á Vatnasvæði Lýsu og erum spenntir fyrir komandi tímabili. Ég sjálfur hóf minn veiðiferil þarna og hef verið að veiða þetta svæði síðan