Vatnsdalsvatn er 2,2 km² að flatarmáli. Mjög aðdjúpt er vestan megin en grynnra að austan. Vatnið er um 8 m yfir sjávarmáli og mesta dýpi þess er um 30 m. Mest er af bleikju í vatninu, sjóbleikju og einstaka lax veiðist ár hvert. Mest fæst af 1-3 punda fiski. Á hverju sumri veiðist einnig töluvert af vænni bleikju, allt að 6 – 7 pundum. Bestu veiðistaðirnir eru við árósa og útfall vatnsins. Jafnframt eru veiðistaðir á Viteyri, sem er fyrir miðju vatninu vestan megin, og Kofanesi sem er fremst í vatninu. Um 30 mínútna gangur er að Lambagilseyrum austanvert við vatnið. Við strandlengjuna á þessari gönguleið eru fjölmargir veiðistaðir. Ekki er leyfilegt að veiða í ám, sem tengjast vatninu. Mörk vatnsins og ánna eru sérstaklega merkt.
Góð veiði í Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði
Það voraði seint á vestanverðu landinu í ár og hitinn var aðeins rétt yfir frostmarki á nóttunni í byrjun júní. Gamlir vinir, feðgar og félagar létu það ekki á sig