Vatnsholtsvötn eru tvö samliggjandi vötn í Staðarsveit. Þau eru 0,6 km², dýpst 4 m og í 6 m hæð yfir sjó. Þjóðvegur 54 liggur sunnan við þau. Í vötnunum veiðist bleikja og urriði auk sjóbirtings í ágúst. Frekar lítið veiðist af urriða en allt að 10 bleikjur á dag. Bleikjan er oftast u.þ.b. 300 g upp í tvö pund og urriði og sjóbirtingur u.þ.b. 2 pund, þótt stærri fiskar séu til. Best er að veiða bleikjuna með flugu og maðki en urriðinn tekur helst maðk og spón. Sjóbirtingurinn tekur spón.