Þingvallavatn – Villingavatnsárós

Suðurland
Eigandi myndar: Fish Partner
Calendar

Veiðitímabil

15 apríl – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

19000 kr. – 49900 kr.

Tegundir

Veiðin

Villingavatnsárós er eitt magnaðasta urriðasvæði Þingvallavatns. Eins og nafnið gefur til kynna á Villingavatnsá ós á svæðinu og urriðinn leitar í ósinn til að melta fæðu. Svæðið getur gefið ótrúlega veiði og mikið er af stórum fiski. Einn af kostum svæðisins er að fiskurinn heldur þar til allt sumarið en hverfur ekki á dýpið, líkt og algengt er á öðrum svæðum við Þingvallavatn. Þetta gerir það að verkum að hægt er að veiða þessa stórkostlegu fiska á litlar púpur og þurrflugur þegar kemur fram í júní.

Veiðireglur

Utanvegaakstur er stranglega bannaður.

Ef hliðið er lokað þarf að hringja í eitt af eftirfarandi nr. til að opna: 571-4545 / 867-7545 / 898-3946.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er ósinn þar sem Villingavatnsá rennur í Þingvallavatn, frá skilti vestan megin við ána og að bílastæði við ströndina.

Veiðikort af svæðinu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Selfoss: 28 km, Reykjavík: 53 km, Reykjanesbær: 90 km og Akureyri: 417 km.

Áhugaverðir staðir

Þingvellir; Gamla-Alþingi, Almannagjá, Þingvallarkirkja, Silfra köfun og fl.

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Þingvallavatn – Villingavatnsárós

Engin nýleg veiði er á Þingvallavatn – Villingavatnsárós!

Shopping Basket