Silungasvæðið í Ytri-Rangá er um 30 km langt, gríðar mikið svæði, og því töluverð áskorun fyrir veiðimenn. Áin er stór og mikil og veitt er frá báðum bökkum. Margir lækir renna í Ytri Rangá á silungasvæðinu, til að mynda Galtalækur og Geldingalækur. Ytri Rangá urriðasvæði byrjar ofan Árbæjarfoss og nær upp fyrir Galtalækjarskóg. Urriðinn á þessu svæði getur orðið ógnarstór og þeim sem best gengur fara alsælir heim.

Hann synti tígnarlega aftur í dýpið
„Við konan ákveðum að skella okkur í rómantíska veiðiferð í Ytri-Rangá urriðasvæði og var sko heldur betur ekkert stress á okkur,” sagði Ómar Smári Óttarsson og bætti við; „við keyrðum