Vatnasvæðið ofan Blöndulóns samanstendur af sjö ám og ótal lækjum. Undanfarin ár hefur svæðið verið veitt af lokuðum hópi og lítið stundað en ljóst er af aflatölum að talsvert magn af urriða og bleikju er á svæðinu. Þetta er því einstakur kostur fyrir þá sem vilja veiða straumvatn í afskekktri náttúru hálendisins. Aðgengi að svæðinu er takmarkað á þann hátt að hægt er að komast að öllum ánum á bíl en síðan þarf að ganga meðfram þeim.
Fjör í Blöndukvíslum
Hann Bjartur Ari kíkti í Blöndukvíslar fyrir skömmu og hafði þetta að segja um ferð sína: “Ég náði fimm fiskum á land úr Seyðisá, tveimur bleikjum og þremur urriðum. Þetta