Fjör í Blöndukvíslum

Hann Bjartur Ari kíkti í Blöndukvíslar fyrir skömmu og hafði þetta að segja um ferð sína:

“Ég náði fimm fiskum á land úr Seyðisá, tveimur bleikjum og þremur urriðum. Þetta voru fallegir fiskar, vænir og í góðum holdum. Bleikjurnar voru 43 og 57 cm en urriðarnir 51, 53 og 54 cm. Setti í tvo aðra í Seyðisá og einn í Kúlukvísl sem ég því miður missti. Greinilega slatti af fiski þarna, sérstaklega fyrir neðan fossinn”

Blöndukvíslar