Blöndukvíslar

Norðvesturland
Eigandi myndar: Fish Partner
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

10 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar, Einungis fótgangandi
Dollar

Verðbil

heill dagur

11000 kr. – 11000 kr.

Tegundir

Veiðin

Vatnasvæðið ofan Blöndulóns samanstendur af sjö ám og ótal lækjum. Undanfarin ár hefur svæðið verið veitt af lokuðum hópi og lítið stundað en ljóst er af aflatölum að talsvert magn af urriða og bleikju er á svæðinu. Þetta er því einstakur kostur fyrir þá sem vilja veiða straumvatn í afskekktri náttúru hálendisins. Aðgengi að svæðinu er takmarkað á þann hátt að hægt er að komast að öllum ánum á bíl en síðan þarf að ganga meðfram þeim.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Hveravellir og Áfangi s: 452-4200, hveravellir.is 

Veiðireglur

Séu allar stangir seldar mun Fish Partner tengja veiðimenn saman og hvetur þá til að koma sér saman um skiptingu. Veitt er á sex stangir vestan Blöndu og fjórar stangir austan Blöndu. Seldar eru stakar stangir.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er Seyðisá, Beljandi, Þegjandi, Kúlukvísl og Stórilækur vestan Blöndu og svo Galtará, Strangakvísl, Herjólfslækur og Haugakvísl austan Blöndu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Frá Blönduós til Áfanga: 72 km

Frá Blönduósi til Hveravalla: 109 km

Reykjavík: um 230 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðvesturland

Fréttir af veiði Blöndukvíslar

Fjör í Blöndukvíslum

Hann Bjartur Ari kíkti í Blöndukvíslar fyrir skömmu og hafði þetta að segja um ferð sína: “Ég náði fimm fiskum á land úr Seyðisá, tveimur bleikjum og þremur urriðum. Þetta

Lesa meira »
Shopping Basket