Fnjóská er 117 km að lengd, á upptök sín í Bleiksmýrardrögum og er ein vatnsmesta bergvatnsá landsins. Lax, sjóbleikja, urriði og staðbundin bleikja veiðist í Fnjóská en mest er um lax og sjóbleikju yfir veiðitímann. Göngur eru hvað mestar um miðbik og seinnihluta júlímánaðar. Veiðistaðir í Fnjóská eru flestir stórir og víðáttumiklir og jafnt rennsli en jafnframt mikill straumur gerir ána að frábærri fluguveiðiá. Um er að ræða spennandi kost, þar sem meðalþungi laxa er hár. Veitt er á átta stangir á fjórum svæðum og í Fnjóská er tilvalið að nota tvíhendur við veiðarnar. Seldir eru ýmist 2 dagar í senn, eða stakir hálfir dagar. Meðalveiði síðustu 10 árin er um 390 laxar.
Félagar í Fnjóská
Benjamín Þorri Bergsson sendi okkur þessar línur: “Fór 16. júlí á svæði 1 í Fnjóská með félögum mínum, Eyþóri og Ívari. Það var líf og fjör hjá okkur, settum í