Mýrarkvísl

Norðausturland
Eigandi myndar: flugveidi.is
Calendar

Veiðitímabil

10 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar

Tegundir

Veiðin

Mýrarkvísl er ein af hliðarám Laxár í Aðaldal. Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir háa meðalþyngd laxa og undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá í Aðaldal um fjórum kílómetrum frá ósi Laxár. Þrátt fyrir að vera hliðará Laxár er varla hægt að segja að árnar séu líkar. Mýrarkvísl er viðkvæm veiðiá sem þarf að fara nokkuð varlega að til að ná góðum árangri. Það er lítið um miklar fyrirstöður í ánni fyrir laxinn fyrr en við Reykjafoss þar sem er laxastigi. Seldar eru stakar stangir einn dag í senn, eða þá holl þar sem allar 4 stangirnar eru seldar saman. Veiðin síðustu árin hefur verið á milli 80 – 180 laxar og um 600 urriðar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið fyrir Mýrarkvísl er glænýtt hús sem byggt var árið 2017. Gisting fylgir kaupum á veiðileyfum, en greiða þarf sérstaklega fyrir uppábúið og þrif og er verðið 7.500 kr á mann. Nýja veiðihúsið er staðsett við sumarbústaðarlandið við veg 8852. Það er með 4 tveggja manna herbergjum sem öll eru með sér baðherbergi. Við húsið er allmikill pallur og er þar heitur pottur. Eitt herbergi með uppábúnu getur fylgt hverri stöng. Boðið er upp á fulla þjónustu í húsinu ef óskað er eftir því.

Veiðireglur

Veiðimenn eru beðnir um að loka alltaf hliðum á eftir sér og aka ekki um tún og ótroðnar slóðir nema með leyfi landeigenda. Einnig eru veiðimenn beðnir um að sýna landeigendum og öðrum veiðimönnum tillitssemi, ganga vel um landið og skilja ekki eftir rusl við ána.

Sleppiskylda er á laxi, en heimilt að drepa urriða

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið hefst stuttu fyrir neðan þar sem Mýrarkvísl rennur úr Langavatni og nær langleiðina að ós hennar við Laxá

Veiðikort:    Svæði 1         Svæði 2         Svæði 3          Svæði 4

Veiðistaðalýsing 

 

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Húsavík: 16 km til Veiðíhússins

Akureyri: 74 km til Veiðihússins

Reykjavík: 461 km til Veiðihússins

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 75 km

Áhugaverðir staðir

Hvalaskoðun á Húsavík, Mývatn og nágrenni, Goðafoss og Dettifoss

Ásbyrgi og Hljóðaklettar

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Mýrarkvísl

Fimmtán laxa dagur í Mýrarkvísl

Segja má að allt sé á suðupunkti við Mýrarkvísl þessa dagana. Gærdagurinn skilaði 15 löxum á land á stangirnar 4, nokkrum stórlöxum um eða yfir 80 sm, en einnig nýjum

Lesa meira »

Vonin í Mýrarkvísl

„Þetta voru var eiginlega sturlaðir dagar í Mýrarkvíslinni,“ sagði Hafsteinn Már Sigurðsson þegar Veiðar.is náðu í hann. „Við vorum þarna átta góðir vinir saman komnir og vorum öll að fara í fyrsta

Lesa meira »

Fyrsti lax úr Mýrarkvísl snemma á ferð

Fyrsti laxinn í Mýrarkvísl veiddist í morgun. Það var bandaríski veiðimaðurinn Brian Moore sem setti í fiskinn og landaði honum með dyggri aðstoð leiðsögumannsins Daniel Montecinos. Ljósmynd/Daniel Montecinos mbl.is –

Lesa meira »

Gott sumar í Mýrarkvísl

Mýrarkvísl skilaði í sumar mestu veiði frá því að leigutakinn, fluguveidi.is, tók við ánni. Alls komu 180 laxar á land og voru september dagarnir drjúgir. Hollið sem var að veiðum

Lesa meira »

Flottur veiðtúr í Mýarkvísl

,,Það var ansi góð veiði í Mýrarkvísl um helgina“ sagði Ísak Matthíasson er við heyrðum í honum, nýútkomnum úr veiði. ,,Við pabbi voru að veiða þarna saman í fyrsta skipti,

Lesa meira »
Shopping Basket