Óhætt er að fullyrða að urriðasvæðin í Laxárdal og Mývatnssveit séu einstök á heimsvísu. Fyrir þá sem vilja undurfagurt umhverfi og mikið af urriða er Mývatnssveitin rétti staðurinn. Fyrir utan góða og jafna veiði undanfarin ár þá er áin einstök: Hraðir strengir og fallegir flóar, flúðir og lygnir hyljir; allt í umhverfi sem á engan sinn líka. Þetta er einfaldlega svæði sem allir fluguveiðimenn verða að prófa að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Í Mývatnssveit er meðalstærðin smærri en í Laxárdal en þar veiðast talsvert fleiri fiskar. Aðgengi er erfiðara en í Laxárdal og þurfa veiðimenn að ganga nokkurn spöl að veiðistöðum á sumum svæðum. Mest allt sumarið er veitt í 2-3 daga hollum, en stakir dagar hafa einnig verið í boði. Meðalveiði síðustu ára er um 3000 urriðar.
Skítakuldi og veiðimenn flúnir heim
Það er sannkallað vetrarveður í Mývatnssveitinni og flestir úr hollinu sem ættu að ljúka veiðum um hádegi á morgun eru farnir til að komast suður áður en heiðarnar lokast! Það