Kastæfingar eru hafnar hjá SVAK og fara þær fram í íþróttahúsinu á Hrafnagili frá kl. 12:00 – 14:00. Æfingarnar eru bæði hugsaðar fyrir byrjendur og lengra komna. Eina sem þú þarft að gera er að mæta með stöngina þína. Ef þú ert byrjandi og átt ekki búnað er möguleiki að fá hann lánaðan. Vanir kastarar verða á staðnum og leiðbeina. Eingöngu er hægt að æfa köst með einhendu innanhúss. Stefnt er á að hafa æfingar með tvíhendu úti þegar vorar. Tímasetningar eru eftirfarandi:
Vinsamlegast skráið þátttöku á [email protected] og ef þú ert byrjandi og átt ekki stöng væri gott að þú tækir það fram í póstinum.
Allir eru velkomnir á námskeiðið
Kastkveðjur, stjórn SVAK