Loading Viðburðir

« All Viðburðir

Fluguhnýtingarnámskeið

mars 22 @ 19:00 - mars 24 @ 21:30

16900ISK

Fluguhnýtingarnámskeið fyrir byrjendur

Íslenska fluguveiðiakademían kynnir byrjendanámskeið í fluguhnýtingum.

Á námskeiðinu mun hinn kunni fluguhnýtari Eiður Kristjánsson miðla af reynslu sinni og fara yfir helstu grunnþætti í fluguhnýtingum.

 

Staðsetning: Sundaborg 1 104 Reykjavík (Gengið inn við hliðina á ABC Skólavörum)
Tímasetning: 19-21:30, 22 og 24 mars

 

Námskeiðið er tvö kvöld, 2,5 klukkustundir í senn. Þar mun Eiður kenna helstu handtökin við hnýtingar og nemendur munu læra að hnýta ákveðnar flugutegundir.
Fyrra kvöldið munu nemendur læra að hnýta púpur og munu hnýta Peacock og Pheasant Tail sem báðar eru mjög gjöfular púpur og byggja góðan grunn fyrir flóknari flugur.
Seinna kvöldið munu nemendur hnýta einfaldaðar en afar gjöfular útgáfur af Nobbler og Black Ghost
Íslenska fluguveiðiakademían útvegar öll tæki og tól en nemendur geta að sjálfsögðu komið með eigin tæki ef þeir óska þess.

Hvert námskeið er samtals fimm klst og kostar 16.900 kr

Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá stéttarfélögum og að yngri kynslóðin geti nýtt frístundarkortið eða samskonar styrki.

Details

Start:
mars 22 @ 19:00
End:
mars 24 @ 21:30
Cost:
16900ISK
Website:
https://fishpartner.is/namskeid/fluguhnytingar/

Venue

Flugukastnámskeið byrjendur
Sundaborg 1
Reykjavík, 104 Iceland
+ Google Map
Phone
571-4545
View Venue Website

Organizer

Fish Partner
Phone
571-4545
Email
info@fishpartner.com
View Organizer Website
Shopping Basket