Stóra-Laxá fellur um 90 km leið, frá Grænavatni niður á milli Hrunamanna- og Gnúpverjahrepps, í Hvítá hjá Iðu. Hún er dragá, all vatnsmikil með um 512 km² vatnasvið. Stóra-Laxá er laxgeng langt inn í Laxárgljúfur sem gerir það að verkum að landslag með henni er bæði fjölbreytt og mikilfenglegt. Ánni er skipt í 4 veiðisvæði með alls 10 stöngum. Seldir eru stakir dagar í ána, frá hádegi til hádegis. Meðalveiði er um 1000 laxar en sumarið 2013 var metveiði þegar 1764 laxar komu á land.
Stóra Laxá opnaði á átta löxum fyrsta hálfa daginn
Hver veiðiáin af annarri byrjar þessa dagana og byrjunin í ánum lofar bara góðu, flottir fiskar að veiðast. Stóra Laxá í Hreppum var að byrja og það veiddust 8 laxar