Stóra-Laxá I & II

Suðurland
Eigandi myndar: mbl.is
Calendar

Veiðitímabil

27 júní – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

4 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Lax

Veiðin

Stóra-Laxá fellur um 90 km leið, frá Grænavatni niður á milli Hrunamanna- og Gnúpverjahrepps, í Hvítá hjá Iðu.  Hún er dragá, all vatnsmikil með um 512 km² vatnasvið. Stóra-Laxá er laxgeng langt inn í Laxárgljúfur sem gerir það að verkum að landslag með henni er bæði fjölbreytt og mikilfenglegt. Ánni er skipt í 4 veiðisvæði með alls 10 stöngum.  Seldir eru stakir dagar í ána, frá hádegi til hádegis. Meðalveiði er um 1000 laxar en sumarið 2013 var metveiði þegar 1764 laxar komu á land. 

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið er í landi Skarðs. Í því er gistirými fyrir 8 veiðimenn í 4 svefnherbergjum, með einbreiðum rúmum.  Í húsinu er ágætt eldhús og fínasta baðaðstaða. Á palli við húsið stendur grill og þar er einnig heitur pottur. Einnig er aðstaða með vaskaborði og slöngu. Sængur og koddar eru í veiðihúsinu en menn leggja sjálfir til sængurföt og einnig baðhandklæði, tuskur og viskastykki.  Veiðimönnum er heimilt að koma í hús klukkutíma fyrir veiði og ber að skila húsinu hreinu klukkutíma eftir að veiði þeirra lýkur.

Kort og leiðarlýsingar

Beygt er af Suðurlandsvegi inn á Skeiðaveg (í átt að Flúðum). Stuttu áður en komið er að brúnni yfir Stóru-Laxá er beygt til hægri inn á Skarðsveg. Eknir eru um 350 m og síðan beygt til vinstri inn á afleggjara sem liggur beint að veiðihúsinu.

Veiðisvæðið nær frá landamerkjum jarðarinnar Iðu að vestan og Litlu-Laxár að austan.

Veiðikort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Flúðir: 12 km, Selfoss: 38 km, Reykjavík: 96 km og Akureyri: 467 km.

Áhugaverðir staðir

Flúðir: Gamla Laugin     Þjórsárdalur: Hjálparfoss, Háifoss, Þjóðveldisbærinn Stöng og Gjáin.

Veiðileyfi og upplýsingar

Ólöf s. 823-2880, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Myndasafn


Fréttir af veiði Stóra-Laxá I & II

Framtíðin í Stóru er björt

Finnur Björn Harðarson er fjárfestir, fyrrverandi útgerðarmaður í Kanada og á Grænlandi og leigutaki Stóru-Laxár í Hreppum. Hann er ástríðufullur laxveiðiáhugamaður og er ekki hrifinn af aðgerðarleysi stjórnvalda hvað varðar

Lesa meira »

Fyrsta skóflustunga að nýju veiðihúsi

Framkvæmdir við nýtt veiðihús fyrir neðra svæðið í Stóru – Laxá í Hreppum hófust með formlegum hætti í gær. Þá tóku Esther Guðjónsdóttir, formaður veiðifélagsins og Finnur B. Harðarson, landeigandi

Lesa meira »

Veiðitölur sumarsins úr Stóru Laxá

„Nú er ég búinn að taka saman veiðitölur eftir svæðum og hyljum fyrir árið 2022,“ sagði Ester Guðjónsdóttir, formaður veiðifélags Stóru Laxár í Hreppum, staðan er þessi:„Alls veiddust 934 laxar,

Lesa meira »
Shopping Basket