Enginn verið ráðin til að selja veiðileyfi í Norðurá

,,Það er ekki búið að ráða neinn ennþá til að selja veiðileyfi í Norðurá í Borgarfirði“ sagði Guðrún Sigurjónsdóttir er hún var spurð um nýja sölustjórann hjá veiðifélaginu, en Vötn og Veiði greinir frá því í gærkveldi að Rafn Valur Alfreðsson leigutaki Miðfjarðarár hafi verið ráðinn í stafið. 

..Nei það er ekki búið að ráða neinn í sölumálin  ennþá“ sagði Guðrún enn fremur um fréttina.

Einar Sigfússon er að hætta sem sölustjóri og Hákon Már Örvarsson kokkur er líka að kveðja Norðurá í Borgarfirði, en hver tekur við, veit enginn ennþá en hlýtur að skýrast innnan tíðar.

Síðustu veiðimennirnir voru að í ánni um helgina,  vítt og breitt, en síðustu tölur úr ánni eru 1340 laxar og eitthvað hefur bæst við. Áin var í flottu vatni og það rigndi vel um helgina.

Ljósmynd/GB 

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Norðurá