Mikil viðbrögð við Syðri Brú

„Það hafa verið mikil viðbrögð við svæðinu í Syðri Brú síðan það var opinberað að við í Veiðikló hefðum tekið það  á leigu, enda skemmtilegt svæði, sagði Einar Páll Garðarsson hjá Veiðikló en þeir Einar Páll og Jóhannes Þorgeirsson hafa tekið svæðið á leigu. Þeir félagar eru líka með Gíslastaði í Hvítá á leigu sem er uppselt á hverju ári. 
„Þetta er fjölbreytt svæði og í gegnum árin hefur Syðri Brú oft gefið bestu veiðina í Soginu en aðeins er veitt á eina stöng þarna og eingöngu á flugu,“ sagði Einar ennfremur.

Flott veiðihús er fyrir Syðri Brú og þar geta gist allt að tólf manns í einu.

Lax að stökkva Mynd/Aðalsteinn

Veiðar · Lesa meira

Sogið – Syðri Brú