Syðri Brú er stórskemmtilegt laxveiðisvæði og eitt af fáum einnar stanga laxveiðisvæðum landsins. Svæðið hefur oft í gegnum tíðina verið með hæðstu veiði á stöng í Soginu. Besti veiðistaðurinn Landaklöpp, sem er efst á svæðinu, hefur oft gefið frábæra veiði. Viljum við benda veiðimönnum á að öll veiði er bönnuð frá gömlu brú sem liggur ofan við Landaklöpp. Á svæði Syðri Brúar veiðist einnig töluvert af bleikju og reitingur af urriða.