Sogið – Syðri Brú

Suðurland
Eigandi myndar: lax-a.is
Calendar

Veiðitímabil

25 júní – 25 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

1 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi

Tegundir

Lax

Veiðin

Syðri Brú er stórskemmtilegt laxveiðisvæði og eitt af fáum einnar stanga laxveiðisvæðum landsins. Svæðið hefur oft í gegnum tíðina verið með hæðstu veiði á stöng í Soginu. Besti veiðistaðurinn Landaklöpp, sem er efst á svæðinu, hefur oft gefið frábæra veiði. Viljum við benda veiðimönnum á að öll veiði er bönnuð frá gömlu brú sem liggur ofan við Landaklöpp. Á svæði Syðri Brúar veiðist einnig töluvert af bleikju og reitingur af urriða.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Við svæðið er nýlegt afskaplega notarlegt hús með öllum þægindum. Þar er svefnpláss fyrir 10 – 12 manns. Í húsinu er góð eldunaraðstaða og við það stendur gott gasgrill. Það er rými fyrir vöðlur, aðgerðarborð og frystir. Veiðimenn þurfa að hafa með sér sængur, lök og sængurver. Einnig borðtusku, viskastykki og handklæði, sápur og uppþvottaefni.

Veiðireglur

Leyfileg er að taka einn smálax á vakt, undir 70 cm. Allan silung sem veiðist er leyfilegt að taka.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er frekar stutt, nær frá Landaklöpp niður að Sakkarhólma, eða um 2,5 km. Alls eru þar 8 veiðistaðir

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Selfoss: um 20 km, Reykjavik: um 60 km ef farinn er Grafningsvegur (74 um þjóðveginn), Akureyri: um 432 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Uppl. s: 898-4047, [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur

Myndasafn


Fréttir af veiði Sogið – Syðri Brú

Mikil viðbrögð við Syðri Brú

„Það hafa verið mikil viðbrögð við svæðinu í Syðri Brú síðan það var opinberað að við í Veiðikló hefðum tekið það  á leigu, enda skemmtilegt svæði, sagði Einar Páll Garðarsson hjá Veiðikló en

Lesa meira »
Shopping Basket